FréttirVísitölur GAMMA ágúst 2015

1.9.2015 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,4% í ágúst og nam meðaldagsveltan 11,0 milljörðum. Ríkistryggða vísitalan hækkaði um 1,1% í mánuðinum, Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,9% og Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 2,3%.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,4% í ágúst og nam meðaldagsveltan 11,0 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 19 milljarða og eru 2.295 milljarðar.

Gengi vísitalna frá áramótum

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI, hækkaði um 1,1% í ágúst og nam meðal dagsveltan 9,1 milljarði. Verðtryggða vísitalan hækkaði um 0,2% á meðan sú óverðtryggða hækkaði um 3,1%. Gefin voru út bréf í flokki RIKB25 sem hækkar hlutfall hans í vísitölunni. Hlutfall óverðtryggðra bréfa hækkaði um 1,0 prósentustig í 32,5%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 11 ma. og er nú 1.524 ma. Líftími vísitölunnar helst óbreyttur og er 8,2 ár. Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,9% í ágúst og nam meðaldagsveltan 168 milljónum, þar af hækkaði sértryggða vísitalan GAMMAcb um 0,7% í mánuðinum og nam meðaldagsveltan 33 milljónum. Hlutfall verðtryggðra bréfa hækkaði lítillega og er 93% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni helst nánast óbreytt milli mánaða og er um 176 milljarðar. Líftími vísitölunnar hækkaði um 0,1 og er 8,1 ár. Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Skipting fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 2,3% í ágúst og nam meðaldagsveltan 1,7 ma. Mest hækkuðu bréf í Vodafone (+9,6%) og Högum (+9,5%). Mest lækkuðu bréf í Granda (-5,3%) og Marel (-3,5%). Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Ávöxtun einstakra bréfa innan vísitölunnar í ágúst

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast sendið okkur póst á netfangið: gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein