Fréttir



GAMMA hefur starfsemi í London

11.6.2015 Starfsemi

Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur stofnað skrifstofu í London, en félagið fékk í gær staðfestingu frá Fjármálaeftirlitinu á því að félaginu væri heimilt að hefja starfsemi í Bretlandi.

Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur stofnað skrifstofu í London, en félagið fékk í gær staðfestingu frá Fjármálaeftirlitinu á því að félaginu væri heimilt að hefja starfsemi í Bretlandi. Skrifstofa félagsins verður að New Broad Street í fjármálahverfinu City of London.

Við afléttingu gjaldeyrishafta mun GAMMA jafnframt bjóða upp á sjóði sem fjárfesta eingöngu erlendis, auk þess sem GAMMA verður áfram í samstarfi við sjóðastýringarfyrirtækið PIMCO líkt og undanfarin ár. Verðbréfasjóðurinn Total Return Fund, sem er í rekstri hjá GAMMA, hefur ennfremur heimildir til að fjárfesta erlendis og verða þær nýttar þegar höftum hefur verið aflétt.

„Markmið GAMMA með stofnun skrifstofu í London er að nýta þau tækifæri sem felast í yfirvofandi afléttingu gjaldeyrishafta og að hafa tök á að fylgja viðskiptavinum félagsins í verkefnum og fjárfestingum erlendis,” segir Gísli Hauksson forstjóri GAMMA.

GAMMA var stofnað árið 2008 og stýrir í sjóðum eignum sem nema um 50 milljörðum króna. Hjá félaginu starfa rúmlega 20 starfsmenn. GAMMA Ráðgjöf hefur sinnt ráðgjafarverkefnum fyrir stjórnvöld, Alþingi, stofnanafjárfesta, stór fyrirtæki og sveitarfélög.

Nánari upplýsingar: Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA.

Senda grein