FréttirLánakjör allra gætu batnað verulega

9.6.2015 Skoðun

Spurður um áhrif uppgjörs gömlu bankanna segir Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, að fjárhagur ríkissjóðs muni gjörbreytast og hækkun verði á lánshæfismati.

Í stuttu viðtali í Fréttablaðinu segir Gísli Hauksson, hagfræðingur og forstjóri GAMMA, um áhrif þess að lausn virðist í sjónmáli varðandi uppgjör gömlu bankanna.

„Ef þetta verður niðurstaðan held ég að sé alveg ljóst að fjárhagur ríkissjóðs er að fara að gjörbreytast og Ísland mun klárlega fá töluverða hækkun á lánshæfismati innan tiltölulega skamms tíma,“ segir Gísli og bætir við „Betra lánshæfi ríkissjóðs muni skila sér í betri lánakjörum til fyrirtækja og að lokum einstaklinga.“

 

 

Senda grein