Fréttir



Vísitölur GAMMA maí 2015

1.6.2015 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í maí og nam meðaldagsveltan 9,3 milljörðum. Ríkistryggða vísitalan lækkaði um 0,5% í mánuðinum, Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,4% og Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 4,3%. 

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,6% í maí og nam meðaldagsveltan 9,3 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar lækkaði um 10 milljarða og eru 2.069 milljarðar.

Gengi vísitalna frá áramótum

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI, lækkaði um 0,5% í maí. Verðtryggða vísitalan hækkaði um 0,1% á meðan sú óverðtryggða lækkaði um 2,0%. Gefin voru út bréf í flokknum RIKB17 sem hækkar hlutfall hans í vísitölunni. Hlutfall óverðtryggðra bréfa lækkaði um 0,4 prósentustig í 31,3%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkaði um 6 ma. og er nú 1.446 ma. Líftími vísitölunnar lækkar um 0,1 og er 8,0 ár. Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,4% í maí og nam meðaldagsveltan 103 milljónum, þar af hækkaði sértryggða vísitalan GAMMAcb um 0,1% í mánuðinum og nam meðaldagsveltan 50 milljónum.  Nýtt bréf, ISLA CBI 26, er tekið inn í vísitöluna um mánaðamótin. Bréfið er með 1,5% hlutfall í heildar markaðsvirði fyrirtækjavísitölunnar og 3,9% í sértryggðu vísitölunni. Hlutfall verðtryggðra bréfa hækkar um 0,3 prósentustig og er 92,4% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkar á milli mánaða um 4 milljarða og er samtals um 163 milljarðar. Líftími vísitölunnar helst óbreyttur og er 8,0 ár. Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Skipting fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 4,3% í maí og nam meðaldagsveltan 1,5 ma. Mest hækkuðu bréf í Granda (+14,9%) og N1 (+11,7%), að teknu tilliti til hlutafjárlækkunar. Mest lækkuðu bréf í TM (-9,3%) og Högum (-4,1%). Hér er átt við heildarávöxtun, þ.e. tekið er tillit til arðgreiðslna – sama gildir um grafið hér að neðan. Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Ávöxtun einstakra bréfa innan vísitölunnar frá áramótum

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein