Gallery GAMMA er samstarfsaðili Listahátíðar 2015
Gallery GAMMA er samstarfsaðili Listahátíðar 2015 og af því tilefni er sýning á verkum Dorothy Iannone The Next Great Moment in History Is Ours í Gallery GAMMA á Garðastræti 37.
Gallery GAMMA er samstarfsaðili Listahátíðar 2015 og af því tilefni er sýning á verkum Dorothy Iannone The Next Great Moment in History Is Ours í Gallery GAMMA á Garðastræti 37 frá 13. maí til 31. júlí.
Dorothy Iannone á sérstakan stað í listasögu síðari hluta 20. aldar. Kynfrelsi kvenna og félagsleg frelsun einstaklingsins hafa frá upphafi ferils hennar verið hennar helsta viðfangsefni. Innblástur sækir Dorothy í alsælu einingar tveggja elskenda og byggir hún verk sín á eigin lífi, ástum og elskhugum.
Nánari upplýsingar má sjá hér á heimasíðu Listahátíðar.
Opið er alla daga vikunnar 13-17 á meðan á Listahátíð stendur.