Fréttir



Vísitölur GAMMA febrúar 2015

2.3.2015 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,6% í febrúar og nam meðaldagsveltan 8,2 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 34 milljarða og eru 2.068 milljarðar.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,6% í febrúar og nam meðaldagsveltan 8,2 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 34 milljarða og eru 2.068 milljarðar.

Gengi vísitalna frá áramótum

 

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI, hækkaði um 2,2% í febrúar. Verðtryggða vísitalan GAMMAi hækkaði um 2,6% og óverðtryggða vísitalan GAMMAxi hækkaði um 0,8%. Gefin voru út bréf í flokkum RB20 og nýjum óverðtryggðum flokk RIKB17 0206 í mánuðinum. Hlutfall óverðtryggðra bréfa hélst þó óbreytt í 32,3% sökum hækkana á verðtryggða hlutanum. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 22 ma. og er nú 1.458 ma. Líftími vísitölunnar hækkar um 0,2 og er 8,3 ár. Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 1,3% í febrúar og nam meðaldagsveltan 193 milljónum. Einungis voru gefin út ný bréf í LSS34 (400 mln. nom) Hlutfall verðtryggðra bréfa helst óbreytt í 89% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkar á milli mánaða um 189 milljónir og er samtals um 155 milljarðar. Afborganir í mánuðinum af ARION CBI 34, LSS24 og REG3A 14 1 valda því að markaðsvirði vísitölunnar stendur nánast í stað þrátt fyrir 1,3% hækkun á gengi vísitölunnar. Líftími vísitölunnar hækkar um 0,1 og er 7,9 ár.

Skipting fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í febrúar og nam meðaldagsveltan 1,7 ma. Mest hækkuðu bréf í N1 (+14,9%) og Sjóvá (+9,7%). Einu félögin sem lækkuðu í vísitölunni í mánuðinum voru Icelandair (-7,8%) og Grandi (-4,1%).

Ávöxtun einstakra bréfa innan vísitölunnar (auk Össurar) frá áramótum

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

 

Senda grein