Fréttir



Framtíðin - námslánasjóður

18.2.2015 Starfsemi

Framtíðin er námslánasjóður sem veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða erlendis geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Einnig er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu á Íslandi lánshæft.

Framtíðin er námslánasjóður sem veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða erlendis geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Einnig er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu á Íslandi lánshæft.

Framtíðin er fjármögnuð í gegnum skuldabréfasjóði sem eru í stýringu hjá GAMMA. Síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Að baki skuldabréfasjóðunum standa öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, eignastýringar og almennir fjárfestar.

„Skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa í gegnum tíðina komið að fjármögnun fjölbreyttra verkefna. Má þar nefna verkefni sem tengjast nýsköpunarfyrirtækjum, kvikmyndagerð, sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði og fleiru. Það er mjög jákvæð viðbót að skuldabréfasjóðirnir komi nú að fjármögnun námslána í gegnum Framtíðina,“ segir Gísli Hauksson forstjóri GAMMA.

Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Á vefslóðinni www.framtidin.is er að finna ítarlegri upplýsingar um þá þjónustu sem Framtíðin veitir námsmönnum.

Stjórn Framtíðarinnar skipa Hlíf Sturludóttir, viðskiptafræðingur og MBA, formaður, Valdimar Ármann, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur,  framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA og aðjúnkt við Háskóla Íslands og Ellert Arnarson, stærðfræðingur og fjármálahagfræðingur, sjóðsstjóri hjá GAMMA.´

Í Fréttablaðinu 18. febrúar birtist viðtal við Hlíf Sturludóttur stjórnarformann Framtíðarinnar

 

Senda grein