GAMMA í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2014
GAMMA er meðal 1,7% íslenskra fyrirtækja sem teljast framúrskarandi samkvæmt Creditinfo
Annað árið í röð er GAMMA í hópi framúrskarandi fyrirtækja samkvæmt Creditinfo. Í hópi meðalstórra fyrirtækja er GAMMA í 11. sæti.
Af tæplega 33.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 577 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika, eða einungis um 1,7%.
Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtæki að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.
Meðal þeirra þátta sem Creditinfo lítur til má nefna fjárhagslegan styrk, eiginfjárhlutfall og líkur á vanskilum.