FréttirEndurstilling Hlutabréfavísitölu GAMMA

5.1.2015 Vísitölur

Samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA hélst óbreytt við endurstillingu áramótin 2014/15. Vísitalan er endurstillt ársfjórðungslega.

Samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA hélst óbreytt við endurstillingu áramótin 2014/15. Vísitalan inniheldur því áfram 11 fyrirtæki: Eimskip, Haga, Icelandair, Marel, Reginn, TM, VÍS, Vodafone, N1, Sjóvá og Granda. Lækkun á hlutafé N1 síðastliðinn ársfjórðung, í tengslum við útgreiðslu til hluthafa, kemur til 1,5% lækkunar á vægi félagsins í vísitölunni.

Samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA janúar 2015

Samsetning vísitölunnar tekur mið af veltumestu fyrirtækjunum, þar sem gjaldgengum fyrirtækjum er raðað upp eftir veltu seinustu sex mánaða og þau síðan valin inn í vísitöluna hvert á fætur öðru þar til að minnsta kosti 90% af flotleiðréttu markaðsvirði allra gjaldgengra fyrirtækja er komið inn í vísitöluna. Gjaldgeng fyrirtæki teljast þau fyrirtæki sem eru með a.m.k. 10% frjálst flot, gefa út hlutabréf sín í krónum og eru skráð á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland. Næsta endurstilling á sér stað mánaðamótin mars-apríl 2015.

Hægt er að óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti með því að láta vita á gamma@gamma.is eða síma 519-3300.

Vísitölur GAMMA ná yfir hlutabréf, ríkisskuldabréf og skuldabréf fyrirtækja sem skráð eru í NASDAQ OMX Iceland, eða íslensku kauphöllina. Vísitölurnar eru sendar út endurgjaldslaust í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda. Söguleg gögn þeirra má nálgast á Datamarket og Bloomberg og er notkun þeirra heimil gegn því að heimildar sé getið. Allar nánari upplýsingar um Vísitölur GAMMA má nálgast á heimasíðu GAMMA hér: http://www.gamma.is/visitolur/

Senda grein