FréttirVísitölur GAMMA nóvember 2014

1.12.2014 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 2,6% í nóvember og nam meðaldagsveltan 8,6 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 52 milljarða og er nú tæpir 2.000 milljarðar.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 2,6% í nóvember og nam meðaldagsveltan 8,6 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 52 milljarða og er nú tæpir 2.000 milljarðar.

Skipting Markaðsvísitölu GAMMA

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,9% í nóvember og nam meðaldagsveltan 111 milljónum. Gefin voru út bréf í flokkum LSS150224 og RVK 53 1. Hlutfall verðtryggðra bréfa hækkar um 7 prósentustig og er 90% af vísitölunni. Breytingin er til komin að mestu leyti vegna þess að ARION CB 15 dettur út úr vísitölunni um mánaðamótin, en styttra en hálft ár er í lokadag bréfsins. Markaðsverðmæti ARION CB 15 var 14,5 ma. og það vóg um 9% í vísitölunni áður en það datt út. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkar því á milli mánaða um 13 milljarða og er samtals 144 milljarðar. Líftími vísitölunnar hækkaði um 0,6 ár og er 7,9 ár.

Gengi og markaðsvirði Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa frá ársbyrjun 2012

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 6,9% í nóvember og nam meðaldagsveltan 1,8 ma. Mest hækkuðu bréf í Vodafone (+17,8%) og Granda (+12,0%). Eina félagið sem lækkaði í vísitölunni í mánuðinum var Reginn (-1,1%) og Hagar stóðu í stað.

Gengi vísitalna frá áramótum

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.

Senda grein