Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA nóvember 2014

1.12.2014 Vísitölur

Heildarvísitalan, GAMMA:GBI, hækkaði um 1,6% í nóvember. Verðtryggða vísitalan GAMMAi hækkaði um 0,8% og óverðtryggða vísitalan GAMMAxi hækkaði um 3,5%.

Heildarvísitalan, GAMMA:GBI, hækkaði um 1,6% í nóvember. Verðtryggða vísitalan GAMMAi hækkaði um 0,8% og óverðtryggða vísitalan GAMMAxi hækkaði um 3,5%.

Gefin voru út bréf í flokkum RB20 og RB31 í mánuðinum, sem hækkar hlutfall þeirra í vísitölunni. Hlutfall óverðtryggðra bréfa hækkaði um 1,1 prósentustig og er nú 31,7%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 35 milljarða og er nú 1.430 milljarðar. Líftími vísitölunnar helst óbreyttur í 8,2 árum.

Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.

Senda grein