Fréttir



Vísitölur GAMMA október 2014

3.11.2014 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,1% í október. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% og Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 2,4%.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,1% í október og nam meðaldagsveltan 6,3 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar lækkaði um 15 milljarða og er 1.947 milljarðar.

Skipting Markaðsvísitölu GAMMA

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,1% í október og nam meðaldagsveltan 129 milljónum. Gefin voru út bréf í flokkum LSS34, LBANK CB 19, ISLA CB 16 og ISLA CB 19. Bréfið LBANK CB 17 hefði komið nýtt inn í vísitölunni þessi mánaðamót en töku þess til viðskipta á Nasdaq Iceland var frestað. Það verður þó væntanlega tekið inn í síðasta lagi um áramótin þar sem stefnt er að töku bréfsins til viðskipta eigi síðar en 15. desember næstkomandi. Hlutfall verðtryggðra bréfa stendur í stað milli mánaða og er 83% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 3 milljarða og er 157 milljarðar. Líftími vísitölunnar hækkaði um 0,1 ár og er 7,3 ár.

Uppbygging Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa frá ársbyrjun 2012

Hlutabréfavísitalan hækkaði um 2,4% í október og nam meðaldagsveltan 1,4 ma. Mest hækkuðu bréf í Marel (+15,0%) og Icelandair (+3,5%). Mest lækkuðu bréf í Reginn (-5,9%) og Högum (-5,2%).

Gengi vísitalna frá áramótum

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

 

Senda grein