Breyting á uppgjörstíma GAMMA sjóða
Uppgjörstími verðbréfa- og fjárfestingarsjóða GAMMA breytist frá og með 6. október 2014.
Vegna breytinga NASDAQ OMX Iceland á uppgjörstíma verðbréfaviðskipta þannig að uppgjör fer fram á öðrum virkum degi eftir að viðskipti eiga sér stað (T+2), er uppgjörstíma verðbréfa- og fjárfestingarsjóða GAMMA breytt til samræmis.
Verða nú allir sjóðir með uppgjörstímann T+2, nema GAMMA: CREDIT sem mun áfram vera með regluna T+10 við innlausn (þ.e. 10 virkum dögum eftir að viðskipti eiga sér stað).
Ná breytingar til eftirfarandi sjóða frá og með mánudeginum 6. október 2014:
GAMMA: GOV
GAMMA: INDEX
GAMMA: LIQUIDITY
GAMMA: Total Return
GAMMA: EQUITY
GAMMA: CREDIT
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu GAMMA í síma 519-3300 eða tölvupósti gamma@gamma.is.