Vísitölur GAMMA ágúst 2014
Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,9% í ágúst. Þar af hækkaði Skuldabréfavísitala GAMMA um 0,9%, Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa um 0,8% og Hlutabréfavísitalan um 0,7%.
Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,9% í ágúst og nam meðaldagsveltan 5,8 milljörðum.
Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,8% í ágúst og nam meðaldagsveltan 133 milljónum. Engin bréf voru gefin út í mánuðinum. Hlutfall verðtryggðra bréfa helst í 82%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkar lítillega og er 141 milljarður, en greiddar voru afborganir af ARION CBI 34 og LSS150224. Líftími vísitölunnar helst óbreyttur og er 7,1 ár.
Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,7% og nam meðaldagsveltan 684 milljónum. Mest hækkuðu bréf í N1 (+10,2%) og Högum (+8,2%). Mest lækkuðu bréf í Marel (-4,6%) og Icelandair (-1,9%).
Gengi vísitalna GAMMA frá áramótum (YTD 2014)
Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.