FréttirVísitala fyrirtækjaskuldabréfa og Hlutabréfavísitala GAMMA

1.8.2014 Vísitölur

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,5% í júlí. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,8% yfir sama tímabil. Þegar allt er tekið saman í Markaðsvísitölu GAMMA hækkaði markaðurinn um 0,4% í mánuðinum.

Gefin voru út bréf í flokki ARION CB 15 að andvirði 10 ma. sem hækkar hlutfall flokksins í vísitölunni umtalsvert, úr 3,3% upp í 10,2%. Að sama skapi þá lækkar hlutfall verðtryggðra bréfa milli mánaða og er nú 82% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkar um 11 ma. milli mánaða og er nú 143 ma. Líftími vísitölunnar lækkar um 1 ár og er 7,1 ár.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,5% í júlí og meðaldagsveltan var 32 milljónir.

Samsetning vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,8% í júlí og nam meðaldagsveltan 560 milljónum. Mest hækkuðu bréf í Vodafone (+6,1%) og Icelandair (+5,8%). Mest lækkuðu bréf í Högum (-6,7%) og Sjóvá (-6,1%).

Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein