FréttirÍbúðaverð í Stokkhólmi rannsakað til langs tíma

19.5.2014 Skoðun

Sölvi Blöndal, sjóðsstjóri hjá GAMMA, birti nýlega grein á vegum Seðlabanka Svíþjóðar í ritinu Historical Monetary and Financial Statistics. Um er að ræða eina ítarlegustu greiningu á þróun íbúðaverðs í Stokkhólmi sem gerð hefur verið. 

Í maí 2014 gaf Sveriges Riksbank út grein eftir Sölva Blöndal sjóðsstjóra hjá GAMMA í ritinu Historical Monetary and Financial Statistics for Sweden, Volume II: House Prices, Stock Returns, National Accounts, and the Riksbank Balance Sheet, 1620–2012.

Samhliða sjóðsstjórn hjá GAMMA stundar Sölvi doktorsnám í fasteignahagfræði við Háskólann í Stokkhólmi með styrk frá Seðlabanka Svíþjóðar.

Greinin sem Sölvi ritaði ásamt Johan Söderberg og Rodney Edvinsson er ítarleg úttekt á þróun fasteignaverðs í Stokkhólmi frá 1875 til 2010 en fátítt er að þróun fasteignaverðs sé rannsökuð yfir lengri tímabil með þessum hætti.

Nánari upplýsingar um útgáfuna má sjá heimasíðu Riksbaken, http://www.riksbank.se/.

Greinina má lesa hér.

 

Senda grein