FréttirVísitala fyrirtækjaskuldabréfa og Hlutabréfavísitala GAMMA

4.3.2014 Vísitölur

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 1,1% í febrúar. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 5,0% á sama tíma.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 1,1% í febrúar og meðaldagsveltan var 117 milljónir.

Gefin voru út bréf í flokkum LSS24 og LSS34 í mánuðinum, en að öðru leyti breyttust vigtir innan vísitölunnar lítið. Hlutfall verðtryggðra bréfa lækkar um 1% milli mánaða og er nú 90% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkar um 3 ma. í mánuðinum og er nú 126 ma. Líftími vísitölunnar lækkar um 0,1 og er 8,3 ár.
 
Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 5,0% í febrúar og nam meðaldagsveltan 1,5 ma. Mest hækkuðu bréf í Reginn (+3,1%) og Vodafone (+2,0%) og mest lækkun var á bréfum í Marel (-11,3%) og Eimskip (-4,7%). Vísitalan er endurstillt ársfjórðungslega og mun næsta endurstilling eiga sér stað í lok marsmánaðar samkvæmt þeirri aðferðafræði sem birt er á http://www.gamma.is/visitolur.
 
Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.
Senda grein