Fréttir



Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa og Hlutabréfavísitala GAMMA

3.2.2014 Vísitölur

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,4% í janúar. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 2,3% á sama tíma.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,4% í janúar og meðaldagsveltan var um 157 milljónir.

Gefin voru út bréf í flokkum LSS150224, RVK 19 1, ISLA CB 15 og ISLA CB 16, sem hækkar hlutfall þeirra í vísitölunni. Hlutfall verðtryggðra bréfa lækkar um 1% milli mánaða og er nú 91% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkar um 1ma. í mánuðinum og er nú 129ma. Líftími vísitölunnar lækkar um 0,1 ár og er 8,4 ár.
 
Hlutfallsleg samsetning Fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA við endurstillingu fyrir febrúar 2014
Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 2,3% í janúar og nam meðaldagsveltan um 1,1 ma. Mest hækkuðu bréf í Högum (+12,5%) og Fjarskiptum (+9,7%) en bréf í Eimskip (-5,7%) og Marel (-4,9%) lækkuðu mest. Vísitalan er endurstillt ársfjórðungslega og mun næsta endurstilling eiga sér stað í lok marsmánaðar samkvæmt þeirri aðferðafræði sem birt er á http://www.gamma.is/visitolur.
 
Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-330.
Senda grein