FréttirÁvöxtun GAMMA: Total Return Fund 2013 var 19,6%

7.1.2014 Starfsemi

GAMMA: Total Return Fund  er fjárfestingarsjóður sem fjárfestir í mörgum eignaflokkum. Sjóðurinn er opinn jafnt almennum fjárfestum sem og fagfjárfestum. 

GAMMA: Total Return Fund  er fjárfestingarsjóður sem fjárfestir í mörgum eignaflokkum. Sjóðurinn er opinn jafnt almennum fjárfestum sem og fagfjárfestum. Sjóðurinn beitir virkri stýringu með það að markmiði að skila jákvæðri raunávöxtun.

Ávöxtun Total Return Fund á árinu 2013 var 19,6% sem gerir um 14,8% raunávöxtun. Töluverð breyting átti sér stað á fjármálamarkaði síðastliðið ár og áttu ríkisskuldabréfin undir högg að sækja gagnvart öðrum fjárfestingarkostum. Ný fyrirtæki voru skráð á markað og útgáfa annarra aðila en ríkissjóðs tók við sér. Sést þessi þróun vel í Vísitölum GAMMA þar sem vísitalan yfir ríkisskuldabréf hækkaði um 3% síðastliðið ár á meðan vísitala skuldabréfa fyrirtækja hækkaði um tæplega 10% og hlutabréfavísitalan hækkaði um 32%. Fjárfestar hafa jafnt og þétt verið að auka hlutfall hlutabréfa, skuldabréfa fyrirtækja og fasteigna í söfnum sínum og teljum við að það megi sjá þá þróun áfram á nýju ári.

Total Return Fund býður upp á umtalsverða eignadreifingu sem er mikilvæg í fjárfestingum til millilangs og langs tíma. Sjóðurinn á hlut í um 50 eignum bæði með beinum fjárfestingum sem og í gegnum aðra sjóði. Fjárfestingar skiptast þannig að 20% er í ríkistryggðum skuldabréfum, um 15-20% er í öðrum skuldabréfum t.d. sértryggðum skuldabréfum bankanna, Lánasjóði Sveitarfélaga o.þ.h., um 40-50% hefur verið í skráðum hlutabréfum og upp undir 20% í fagfjárfestasjóðum.  Ítarleg vinna og greining er lögð í fjárfestingarstefnu sjóðsins til að hámarka vænta ávöxtun eigenda sjóðsins að teknu tilliti til áhættu.

Nánari upplýsingar um sjóðinn ásamt reglum og útboðslýsingu má sjá hér á heimasíðu GAMMA:
http://www.gamma.is/sjodir/gamma-total/

Hér má sjá á Datamarket samanburð á þróun á gengi sjóðsins við vísitölur GAMMA. (http://data.is/1cPW4Jh)

Frá stofnun sjóðsins þann 2. maí 2012 til ársloka 2013 hefur Total Return Fund hækkað um 25,9% á meðan vísitala ríkisskuldabréfa hefur hækkað um 6,6%, vísitala skuldabréfa fyrirtækja um 14,0%, hlutabréfavísitalan um 34,0% og blönduð markaðsvísitala um 10,6%. Vekjum athygli á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun.

Blönduð markaðsvísitala getur verið ágætur mælikvarði á árangur sjóðsins en í lok árs 2013 setti GAMMA á fót nýja vísitölu sem heitir Markaðsvísitala GAMMA og er hún samsett úr vísitölum fyrir hlutabréf, ríkisskuldabréf og fyrirtækjabréf.  Samsetning hennar er núna 54% verðtryggð ríkis og íbúðabréf, 22% óverðtryggð ríkisbréf, 17% hlutabréf og 7% fyrirtækjaskuldabréf.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá GAMMA í emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.

 

Fyrirvari:

Umfjöllun þessi felur ekki í sér fjárfestingarráðgjöf eða tilboð eða hvatningu um að eiga viðskipti með verðbréf. Mat, álit og forspár endurspegla eingöngu skoðanir þeirra starfsmanna GAM Management hf. sem vinna umfjöllunina og eru þær settar fram eftir bestu samvisku miðað við útgáfudag og kunna að breytast án fyrirvara. Þó svo upplýsingar þær sem birtast í þessari umfjöllun komi frá heimildum sem við teljum vera áreiðanlegar og þó svo við höfum lagt okkur fram um að tryggja áreiðanleika upplýsinganna á útgáfudegi þá ábyrgjumst við ekki beint eða óbeint notagildi þeirra varðandi forspá um framtíðarávöxtun eða mat á núverandi verðgildi eða framtíðarverðgildi verðbréfa. Umfjöllunin ætti hvorki að skoðast sem fullnægjandi lýsing á þeim verðbréfum né á þeim mörkuðum sem hér er vitnað til. Skoðanir, sem látnar eru í ljós, kunna að vera ólíkar skoðunum á sama efni sem látnar eru í ljós af öðrum starfsmönnum GAM Management hf. og stafar það af því að beitt er mismunandi forsendum eða aðferðafræði. GAM Management hf. er rekstrarfélag Fjárfestingarsjóðs GAM Management hf. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Nánari upplýsingar um áhættu og fjárfestingar má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á heimasíðu GAM Management hf. eða á skrifstofu félagsins. Almennt fylgir áhætta fjárfestingu í verðbréfasjóðum, fjárfestingarsjóðum og fagfjárfestasjóðum og eignarhlutdeild getur rýrnað, aukist eða staðið í stað, m.a. vegna áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðils þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Athygli er vakin á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun.

Senda grein