Fréttir



Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa og Hlutabréfavísitala GAMMA

2.1.2014 Vísitölur

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,3% í desembermánuði. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 3,7% á sama tíma.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa lækkaði um 0,3% í desember og hækkaði um 9,8% árið 2013. Meðaldagsveltan var um 204 milljónir og var 142 milljónir árið 2013.

Hlutfallsleg samsetning Fyrirtækjaskuldabréfavísitölu GAMMA við endurstillingu fyrir janúar 2014

Gefin voru út bréf í flokkum ISLA CBI 19, ISLA CBI 24, LSS34, RVK19 og LBANK CB 16, sem hækkar hlutfall þeirra í vísitölunni. Hlutfall verðtryggðra bréfa er enn 92% af vísitölunni. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 1ma. í mánuðinum og er nú 128 ma. Líftími vísitölunnar hélst óbreyttur í 8,5 árum.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 3,7% í desember og hækkaði um 32,3% árið 2013. Meðaldagsveltan var um 940 milljónir og var 904 milljónir árið 2013. Á árinu 2013 hækkuðu mest bréf í Icelandair (+121%) og Högum (+68%), en einungis tvö fyrirtæki í vísitölunni lækkuðu á árinu, þ.e. Marel (-5%) og Vodafone (-16%).

Þróun Hlutabréfavísitölu GAMMA og einstakra fyrirtækja árið 2013 (stillt =100 í ársbyrjun)

Samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA tók einnig nokkrum breytingum á árinu 2013. Þar ber hæst að nefna að Össur datt út úr vísitölunni sökum lágrar veltu og Fjarskipti (Vodafone), TM og VÍS komu inn. Samsetning vísitölunnar er endurskoðuð ársfjórðungslega og mun næsta endurskoðun eiga sér stað mánaðamótin mars/apríl 2014 og þá kemur nýliðinn N1 meðal annars til greina í vísitöluna.

Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.
Senda grein