Skuldabréfavísitölur GAMMA nóvember 2013
Meðfylgjandi má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok október, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir nóvember.
Heildarvísitalan, GAMMA: GBI, lækkaði um 0,7% í september og hefur nú hækkað um 4,7% það sem af er ári. Verðtryggða vísitalan GAMMAi lækkaði um 1,5% og hefur hækkað um 3,8% á árinu og óverðtryggðavísitalan GAMMAxi hækkaði um 1,2% og hefur hækkað um 7,4% það sem af er ári. Meðaldagsveltan var um 4,9ma og hefur verið um 7,0ma að meðaltali frá áramótum.