Fréttir17% ársávöxtun á GAMMA: Total Return Fund

26.7.2013 Starfsemi

Góð ávöxtun hefur verið á skulda- og hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og hefur GAMMA: Total Return Fund notið góðs af; nemur mánaðarávöxtun sjóðsins 3,4%. Síðastliðna 12 mánuði hefur ávöxtun sjóðsins verið tæplega 17% en á sama tíma hefur verðbólga verið 3,8%.

Góð ávöxtun hefur verið á skulda- og hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og hefur GAMMA: Total Return Fund notið góðs af; nemur mánaðarávöxtun sjóðsins 3,4% en á sama tíma hefur Skuldabréfavísitala GAMMA hækkað um 1,8% og Hlutabréfavísitala GAMMA um 4,3%. Síðastliðna 12 mánuði hefur ávöxtun sjóðsins verið tæplega 17% en á sama tíma hefur verðbólga verið 3,8%.
 
Í GAMMA: Total Return Fund er fjárfest  að meginhluta í skráðum skuldabréfum og hlutabréfum, en mikil eignadreifing einkennir eignasafn sjóðsins og eru fjárfestingarkostir markvisst greindir og valdir af kostgæfni að teknu tilliti til ávöxtunar og áhættu.  Mikil eignadreifing og virk stýring hefur skilað árangri, þ.e. góð ávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Breytileiki í gengi sjóðsins mælist minni heldur en á markaðsvísitölum; 30 daga flökt á sjóðsins er 3,4% en hefur verið 4,1% á skuldabréfavísitölunni og 8,5% á hlutabréfavísitölunni. Virk stýring felur m.a. í sér að annars vegar er heildarhlutfall hlutabréfa vaktað (má vera á bilinu 0-50%) og hins vegar er hver hlutabréfakostur sérvalinn inn í eignasafnið. Sama á við um skuldabréf og verðtryggingarhlutfall og líftíma.
 
Sjóðurinn, sem er fjárfestingarsjóður skv. lögum 128/2011 og er opinn almennum fjárfestum, hefur það að markmiði að viðhalda og auka að raunvirði verðmæti eigenda sjóðsins með virkri stýringu. Sjá má nánari upplýsingar um sjóðinn á heimasíðu GAMMA,
 
http://www.gamma.is/sjodir/gamma-total/
 
Og þar má einnig nálgast reglur og útboðslýsingu sjóðsins.
 
Fyrirvari:
 
Umfjöllun þessi felur ekki í sér fjárfestingarráðgjöf eða tilboð eða hvatningu um að eiga viðskipti með verðbréf. Mat, álit og forspár endurspegla eingöngu skoðanir þeirra starfsmanna GAM Management hf. sem vinna umfjöllunina og eru þær settar fram eftir bestu samvisku miðað við útgáfudag og kunna að breytast án fyrirvara. Þó svo upplýsingar þær sem birtast í þessari umfjöllun komi frá heimildum sem við teljum vera áreiðanlegar og þó svo við höfum lagt okkur fram um að tryggja áreiðanleika upplýsinganna á útgáfudegi þá ábyrgjumst við ekki beint eða óbeint notagildi þeirra varðandi forspá um framtíðarávöxtun eða mat á núverandi verðgildi eða framtíðarverðgildi verðbréfa. Umfjöllunin ætti hvorki að skoðast sem fullnægjandi lýsing á þeim verðbréfum né á þeim mörkuðum sem hér er vitnað til. Skoðanir, sem látnar eru í ljós, kunna að vera ólíkar skoðunum á sama efni sem látnar eru í ljós af öðrum starfsmönnum GAM Management hf. og stafar það af því að beitt er mismunandi forsendum eða aðferðafræði. GAM Management hf. er rekstrarfélag Verðbréfasjóðs GAM Management. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.. Nánari upplýsingar um áhættu og fjárfestingar má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á heimasíðu GAM Management hf. eða á skrifstofu félagsins. Almennt fylgir áhætta fjárfestingu í verðbréfasjóðum og eignarhlutdeild getur rýrnað, aukist eða staðið í stað, m.a. vegna áhættu vegna efnahgsástands, alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðils þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Athygli er vakin á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. 
Senda grein