Fréttir



Ráðstefna um framtíð fasteignalána á Íslandi

3.4.2013 Skoðun Útgáfa

Samtök fjármálafyrirtækja standa ásamt ASÍ og Íbúðalánasjóði fyrir ráðstefnu um framtíð húsnæðislána á Íslandi. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar úr ólíkum áttum varpa fram sýn sinni á stöðu mála á íslenska fasteignalánamarkaðnum og hvaða leiðir eru færar til úrbóta.

Ráðstefna um framtíð fasteignalána á Íslandi

Samtök fjármálafyrirtækja standa ásamt ASÍ og Íbúðalánasjóði fyrir ráðstefnu um framtíð húsnæðislána á Íslandi 4. apríl næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar úr ólíkum áttum varpa fram sýn sinni á stöðu mála á íslenska fasteignalánamarkaðnum og hvaða leiðir eru færar til úrbóta.

Karsten Beltoft, framkvæmdastjóri Realkreditforeningen, sem eru samtök fasteignaveðlánafyrirtækja á Danmörku, mun m.a. halda erindi um danska húsnæðislánakerfið og bera það saman við fyrirkomulagið á hinum Norðurlöndunum.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mun fara yfir áherslur samtakana í fasteignalánum og Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs mun reifa sjónarhorn ÍLS.

Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, mun kynna niðurstöður skýrslu sem hann vann ásamt Valdimar Ármann, Sigurði Jóhanssyni auk Brice Benaben og Stefaníu Perucci fyrir SFF um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi. Skýrslan kom út í haust og er aðgengileg hér.

Þá mun Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur SFF, fara yfir hvaða leiðir eru færar til umbóta á íslenska fasteignalánamarkaðnum. Í lok ráðstefnunar verða pallborðsumræður með formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi.

Ráðstefnan hefst 8:30 og stendur til 11:15. Dagskrá hennar má nálgast hér.

Allir eru velkomnir og fer skráning þátttöku fram hér.

Senda grein