Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA mars 2013

1.3.2013 Vísitölur

Meðfylgjandi má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok febrúar, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir mars.

Heildarvísitalan, GAMMA: GBI, lækkaði um 0,5% í febrúar og hefur nú hækkað um 1,9% það sem af er ári. Verðtryggða vísitalan GAMMAi lækkaði um 0,9% og hefur hækkað um 1,4% á árinu og óverðtryggðavísitalan GAMMAxi hækkaði um 0,9% og hefur hækkað um 3,3% það sem af er ári. Meðaldagsveltan í febrúar var um 8ma sem er ívið hærra en meðalveltan í janúar.
 
Í febrúar var áframhaldandi útgáfa í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og var gefið út 1,2ma í RB14, 4ma í RB22 og 6,3ma í RB31. Einnig var greidd vaxtagreiðsla af HFF24 og RB19. Helstu breytingar voru því lækkun á vigtum HFF24 og RB19 á móti hækkun á vigt RB22 og RB31.
 
Hlutfall óverðtryggðra bréfa hækkaði um 0,8% í 26,6% og lækkaði markaðsverðmæti skuldabréfa um 12ma og er nú 1.438ma. Líftími vísitölunnar lækkaði um 0,1 ár og er nú 9,2 ár.
 
Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.
 
Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.
Senda grein