FréttirWhy Iceland? gefin út í Japan

5.2.2013 Skoðun Útgáfa

Bókin Why Iceland? eftir Dr. Ásgeir Jónsson var gefin út í Japan nú í desember hjá forlaginu Shinsensha. Jákvæðir dómar hafa birtst um bókina í virtustu viðskiptaritum Japans í framhaldinu.

Why Iceland? gefin út í Japan

Why-Iceland-Japanska

Bókin Why Iceland? eftir Dr. Ásgeir Jónsson, lektor við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa GAMMA, var gefin út í Japan nú í Desember hjá forlaginu Shinsensha co.. Titillinn á japönsku er アイスランドからの警鐘―国家破綻の現実 [単行本]  sem útleggst svo á ensku sem The alarm bell from Iceland; the actuality of downfall.

Why Iceland? var upphaflega gefin út í Bandaríkjunum af McGraw-Hill útgáfunni í júlí 2009. Bókin fjallar um aðdraganda og atburði bankahrunsins 2008 en hún endar með samþykkt efnahagsáætlunar AGS í nóvember það ár. Bókin var síðan nokkrum mánuðum seinna þýdd á þýsku og gefin út undir nafninu Der Fall Island af Finanz Buch Verlag.

Nú þegar hafa tvö virtustu viðskiptarit Japana birt umfjöllun um bókina, það eru þau „Nikkei Veritas“ frá 6. janúar 2013 og „Economist" frá 29. janúar, 2013.

 

Senda grein