Fréttir



GAMMA vísitalan birt frá 2009

16.1.2013 Vísitölur

Skuldabréfavísitala GAMMA hefur nú verið birt opinberlega í rúmlega 3 ár.

Skuldabréfavísitala GAMMA hefur ásamt helstu markaðsupplýsingum um skuldabréfamarkaðinn (ávöxtun, veltu, kröfu ofl) verið send til áhugasamra daglega frá nóvember 2009.  Mánaðarlega eru einnig send út yfirlit með upplýsingum um samsetningu vísitölunnar ásamt þróun markaðarins, og eru þau birt hér á heimasíðu GAMMA.

Vel yfir 100 aðilar eru áskrifendur að vísitölunni og markaðsupplýsingunum sem er án kostnaðar og er viðleitni GAMMA til að auka gagnsæi og upplýsingagjöf um íslenska skuldabréfamarkaðinn. Er vísitalan notuð af fjölmiðlum sem og fjárfestum eins og lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og eignastýringum.

Vísitölurnar taka saman og sýna heildarávöxtun helstu ríkistryggðra skuldabréfa á íslenska skuldabréfamarkaðinum þ.e. íbúðabréfa og ríkisbréfa með viðskiptavakt. Vísitölurnar voru bakreiknaðar aftur til 2000 og gefa mikilvægar upplýsingar um sögulega þróun skuldabréfamarkaðar síðustu 13 árin. Söguleg gögn vísitölunnar má nálgast hjá GAMMA sem og á Datamarket og Bloomberg. Þar má t.d. sjá að ávöxtun vísitölunnar hefur verið að meðaltali um 11,6% á ári frá árinu 2000 til dagsins í dag en á sama tíma hefur verðbólgan verið um 5,8% á ári.

Þeir sem vilja bætast á daglegan póstlista fyrir Skuldabréfavísitölu GAMMA geta sent tölvupóst á gammaindex@gamma.is eða haft samband í síma 519-3300.

Nánari upplýsingar um vísitöluna og söguleg gögn má finna á heimasíðu GAMMA http://www.gamma.is/skuldabrefavisitala




Senda grein