Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA janúar 2013

4.1.2013 Vísitölur

Meðfylgjandi má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok desember, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir janúar.

Skuldabréfamarkaðurinn samkvæmt skuldabréfavísitölu GAMMA hækkaði um 6,6% á árinu 2012. Ávöxtunin var nokkuð jöfn á verðtryggðu og óverðtryggðu vísitölunni eða 6,7% og 6,5%. Á sama tíma var verðbólgan 4,2% og er þetta því fimmta árið í röð sem skuldabréfin veita jákvæða raunávöxtun. Meðaldagsvelta ársins á skuldabréfum í vísitölunni var um 9,6ma sem er ívið lægra en árið áður. Hlutfall óverðtryggðra skuldabréfa lækkaði í vísitölunni úr 29,9% í 25,3% þar sem tveir stuttir skuldabréfaflokkar féllu úr vísitölunni þ.e. RB12 sem var á gjalddaga 2012 og svo RB13 sem er nú með styttra en 6 mánuði í lokadag. Vegna þessa lækkaði einnig markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni og nemur nú 1.407 milljörðum sem er lækkun um 79 milljarða á árinu eða 4,9%.

Í desember hækkaði heildarvísitalan, GAMMA: GBI, um 1,0% en sú verðtryggða, GAMMAi, hækkaði um 1,2% og óverðtryggða, GAMMAxi, hækkaði um 0,4%.

Litlar breytingar voru á vigtum skuldabréfavísitölunnar fyrir janúar.  Gefið var út 750mln í RB14 og afborgun og vaxtagreiðsla greidd af HFF44. Hlutfall óverðtryggðra bréfa hækkaði um 0,1% í 25,3%.

Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 3ma í desember og er nú 1.407ma. Líftími vísitölunnar stóð í stað í 9,2 árum, sem er hækkun um 0,3 ár á árinu.

Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.

 

 

Senda grein