Fréttir



Aukin áhætta lífeyriskerfisins

20.7.2012 Skoðun

Morgunblaðið fjallar um aukna áhættu lífeyriskerfisins í ljósi aukins vægis gegnumstreymiseigna. Agnar Tómas Möller hjá GAMMA segir að kerfisáhætta hafi aukist að undanförnu.

Viðskipti | Morgunblaðið | 17.7.2012

Aukin áhætta lífeyriskerfisins

  Sú grundvallarbreyting hefur orðið á eðli lífeyrissjóðakerfisins á árunum 2008 til 2012 að nú eru gegnumstreymiseignir – skuldabréf með ríkisábyrgð, skuldabréf sveitarfélaga og sjóðsfélagalán – orðnar hátt í 60% af öllum eignum lífeyrissjóðanna, borið saman við um 35% í ársbyrjun 2008.

Viðmælendur Morgunblaðsins eru á einu máli um að þetta sé varhugaverð þróun. Þegar eignasafn lífeyrissjóðanna er jafn einsleitt og raun ber vitni verður það til þess að auka enn á kerfisáhættu.

Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá GAMMA, segir að allar þessar eignir séu í raun „afleiða á að heimilin standi í skilum – hvort sem um er að ræða skattgreiðslur eða afborganir af íbúðalánum. Ef það verður mikið áfall í efnahagslífinu gætu allir þessir eignaflokkar orðið fyrir talsverðum fjárhagslegum skelli.“

Sökum takmarkaðra fjárfestingarkosta lífeyrissjóðanna er ljóst að það gæti tekið mörg ár að vinda ofan af þessari þróun. Leiða má að því líkur að óverðtryggð skuldabréf til langs tíma, sem sjóðirnir hafa keypt af ríkinu í miklum mæli á síðustu árum, séu bókuð á of háu verði í tryggingafræðilegum uppreikningi. Það gæti gert sjóðunum erfiðara um vik að standa undir skuldbindingum sínum í framtíðinni.

Greinina má finna hér http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/07/17/aukin_ahaetta_lifeyriskerfisins/

Senda grein