FréttirNýr sjóður GAMMA: Total Return Fund

26.6.2012 Starfsemi

GAMMA hefur hafið rekstur á fjárfestingarsjóði fyrir almenna fjárfesta. 

GAMMA hefur hafið rekstur á fjárfestingarsjóði fyrir almenna fjárfesta. Sjóðurinn hefur víðtækar fjárfestingarheimildir og getur m.a. fjárfest í öðrum sjóðum þ.m.t. fagfjárfestasjóðum, verðbréfasjóðum, hlutabréfum, skuldabréfum og innlánum.

Fjárfestingarmarkmið sjóðsins er að viðhalda og auka að raunvirði eignir sjóðsfélaga með virkri stýringu. Með eignadreifingu, ítarlegri greiningarvinnu, öguðum vinnubrögðum og stöðugri vöktun fjárfestingartækifæra teljum við að hægt sé að ná góðri ávöxtun á íslenskum fjármálamarkaði á komandi misserum.

Sjóðsstjóri  GAMMA: Total Return Fund er Valdimar Ármann hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur M.Sc. Valdimar starfaði áður hjá ABN Amro og RBS í London og New York árin 2003-2008. Þar áður starfaði Valdimar hjá Búnaðarbanka Íslands. Valdimar kennir, samhliða sjóðsstjórn, í meistaranámi í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands, m.a. námskeiðið Skuldabréf. Valdimar hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum í London, New York og á Íslandi.

Á heimasíðu GAMMA má finna ítarlegar upplýsingar um sjóðinn, þ.m.t. reglur og fjárfestingarstefnu, útboðslýsingu og útdrátt úr útgáfulýsingu http://www.gamma.is/sjodir/gamma-total/

Ýmis áhætta felst í fjárfestingu í fjárfestingarsjóðum og eru þeir að jafnaði áhættumeiri en verðbréfasjóðir. Frekari upplýsingar um áhættu sjóða má nálgast á heimasíðu GAMMA www.gamma.is

Frekari upplýsingar um sjóðinn veitir sjóðsstjóri sjóðsins Valdimar Ármann á valdimar@gamma.is eða í síma 519-3304 eða starfsmenn GAMMA á gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein