Fréttir



Einsleitni fjármálamarkaðar frá hruni

16.5.2012 Skoðun

Í erindi á fundi Viðskiptaráðs, Kauphallarinnar og Deloitte fjallaði Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, um einsleitni fjármálamarkaðar og leiðir til að auka skilvirkni hans.

Í erindi á fundi Viðskiptaráðs, Kauphallarinnar og Deloitte þann 15.maí fjallaði Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, um einsleitni fjármálamarkaðar hér á landi og leiðir til að auka skilvirkni hans.

Í frétt á heimasíðu Viðskiptaráðs segir:

Mikilvægt að aflétta ríkisábyrgð á innstæðum
Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri hjá GAMMA, fjallaði um einsleitni fjármálagerninga frá falli bankakerfisins og sagði m.a. ótakmarkaða ríkisábyrgð á innstæðum og umfangsmikla skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs hafa aukið þar á. Væri það m.a. vegna þess að háir vextir samhliða ríkisábyrgð hefðu hækkað fórnarkostnað annarra fjárfestingarkosta. 

Þá nefndi Gísli að markaðsvirði ríkisskuldabréfa og íbúðarbréfa hafi aukist um 850 ma. kr. síðustu ár og að heildarvirði þeirra næmi árslandsframleiðslu, en á sama tíma hefur útgáfa ríkispappíra numið 725 mö. kr. og hefur sá hluti markaðarins skilað ávöxtun langt umfram sögulega ávöxtunarkröfu flestra fjárfesta til hlutabréfa. Að lokum fór Gísli yfir 9 leiðir til að fjölga fjárfestingarkostum og skapa eðlilega umgjörð um viðskipti.

Erindi Gísla má finna hér.
Senda grein