Fréttir



Eðli og umfang verðtryggingar erlendis

1.3.2012 Skoðun

Valdimar Ármann hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur hjá GAMMA flytur erindi um eðli og umfang verðtryggingar erlendis á málstofu Hagfræðideildar Háskóla Íslands.

Eðli og umfang verðtryggingar erlendis

Föstudaginn 2. mars flytur Valdimar Ármann erindi á málstofu Hagfræðideildar undir yfirskriftinni Eðli og umfang verðtryggingar erlendis. 

Farið verður yfir sögu verðtryggingar í vestrænum ríkjum og uppbyggingu markaðar með verðtryggðar vörur. Raktar verða helstu ástæður vaxandi vinsælda verðtryggðs markaðar. Sýnd verða dæmi um skuldabréf og afleiður sem eru undirstöður markaðarins og hvernig vöruþróunin færðist frá nafnvöxtum og raunvöxtum yfir í hreina verðbólgu. Farið verður yfir helstu aðila markaðar og hvert hlutverk banka er í að koma saman kaupendum og seljendum verðbólgu.

Valdimar Ármann starfar hjá GAM Management hf. [GAMMA] sem rekur verðbréfasjóði og fagfjárfestasjóði. Hann er útskrifaður hagfræðingur frá Háskóla Íslands og fjármálaverkfræðingur frá Háskólanum í Reading, Englandi. Valdimar hefur starfað hjá ABN AMRO í London við verðbólgutengdar afurðir frá 2003-2006 og síðan í New York frá 2006-2008 hjá sama banka og síðast RBS. Starf hans var fólgið í þróun og hönnun verðbólgutengdra afurða ásamt miðlun, verðlagningu og áhættuvörnum á verðbólgutengdum afleiðum. Fyrst starfaði Valdimar hjá Búnaðarbankanum í afleiðum og gjaldeyrisviðskiptum.

Málstofan fer fram í Háskóla Íslands Odda 3.hæð og hefst kl 11:00

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Háskóla Íslands hér.

Senda grein