Skýr merki um bólumyndun á skuldabréfamarkaði
Viðskiptablaðið ræðir við Agnar Tómas Möller um mögulega bólumyndun á skuldabréfamarkaði vegna gjaldeyrishaftanna.
„Samkvæmt mánaðaryfirlitum Íbúðalánasjóðs og lánasýslunnar keyptu lífeyrissjóðirnir lítið sem ekkert af íbúðabréfum eða ríkisbréfum og ég sé ekki fram á að þeir taki mikinn þátt í þeim markaði fyrr en vaxtastig í landinu hækkar og ávöxtunarkrafan sömuleiðis. Annars er þessi lága raunávöxtunarkrafa afleiðing haftanna, því eignabólur verða til þegar mikið fjármagn eltist við lítið af eignum. Núna loksins erum við byrjuð að sjá nokkuð skýr merki um að bóla sé að myndast á fjármagnsmarkaði vegna gjaldeyrishafta þegar raunávöxtunarkrafan er orðin eins lág og hún er nú,“ segir Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri hjá GAMMA.
- Viðtalið má sjá hér á vb.is.