Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA janúar 2012

4.1.2012 Vísitölur

Skuldabréfavísitölur GAMMA hafa verið uppfærðar fyrir janúar. Heildarvísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 12,9% á árinu 2011.

Meðfylgjandi má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok desember, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir janúar.

Helstu atriði:

  • Heildarvísitalan, GAMMA: GBI, hækkaði um 0,9% í desember og hækkaði um 12,9% á árinu.
  • Verðtryggða vísitalan GAMMAi hækkaði um 1,1% og hækkaði um 17,8% á árinu.
  • Óverðtryggða vísitalan GAMMAxi hækkaði um 0,2% hækkaði um 1,5% á árinu.
  • Hlutfall óverðtryggðra bréfa hækkaði um 0,1% í  29,9% en lækkaði um 1,3% á árinu úr 31,2%.
  • Líftími vísitölunnar lækkaði lítillega í 8,9 ár og var svipaður og í upphafi árs.
  • Meðaldagsveltan var um 10,5ma á árinu.

Ávöxtun skuldabréfavísitalna á árinu 2011:

  • Heildarvísitalan, GAMMA: GBI hækkaði um 12,9% á árinu 2011.
  • Verðtryggða vísitalan GAMMAi hækkaði um 17,8% á árinu 2011.
  • Óverðtryggða vísitalan GAMMAxi hækkaði um 1,5% á árinu 2011.

Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér.

Þeir sem vilja fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða síma 519-3300.

Senda grein