FréttirGAMMA kynnir Verðlaun Skúla Fógeta

17.11.2011 Samfélagsmál Útgáfa

Í tilefni 300 ára afmælis Skúla Magnússonar fógeta þann 11. desember hefur GAMMA ákveðið að veita árlega verðlaun fyrir bestu meistararitgerð um fjármál eða efnahagsmál.

GAMMA veitir árlega verðlaun fyrir bestu lokaritgerð í meistaranámi á sviði fjármála og efnahagsmála.

Í tilefni af 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfógeta þann 11.desember nk. hefur GAMMA ákveðið að veita sérstök verðlaun fyrir bestu meistararitgerðina á sviði fjármála og efnahagsmála á árinu 2011 og síðan árlega héðan í frá. Verðlaunaupphæðin er 300 þúsund krónur og verða allt að þrjár ritgerðir verðlaunaðar. Umsóknarfrestur er til 1.desember næstkomandi. Innsendar ritgerðir þurfa að hafa verið samþykktar sem útskriftarverkefni í meistaranámi við íslenskan háskóla árið 2011.

Senda á ritgerð, ásamt ferilskrá, á verdlaun@gamma.is. Nánari upplýsingar veitir Dr. Ásgeir Jónsson, efnahagsráðgjafi GAMMA, asgeir@gamma.is.

Um Skúla Magnússon:

Skúli Magnússon landfógeti stofnaði fyrsta íslenska hlutafélagið árið 1751 til þess að reka margvísleg iðnaðarstarfsemi hérlendis. Hlutafélagið hafði höfuðstöðvar í Reykjavík þar sem flest iðnfyrirtækin voru. Var þetta upphafið að þéttbýli þar sem síðar varð höfuðborg Íslands og hefur Skúli stundum verið nefndur faðir Reykjavíkur af þeim sökum. Hann var talnaglöggur með afbrigðum og góður fjármálamaður. Hann ritaði einnig margt um hagfræðileg málefni og vann margoft til verðlauna í Danmörku fyrir ritgerðarskrif sín. Hann reyndi fyrstur manna að meta þjóðarframleiðslu landsins svo eitthvað sé nefnt. Skúli reyndi nær einn síns liðs að innleiða nútíma atvinnuhætti hérlendis með misgóðum árangri en nafn hans ætti að vera stöðug áminning til landsins manna að sýna kjark og áræði í viðskiptum samhliða því að stunda rannsóknir í fjármálum í hagfræði.

Skuli-Fogeti


Senda grein