Fréttir



Skortsölur afhjúpa veikleika

13.8.2011 Skoðun

Í viðtali við Ríkisútvarpið ræðir Valdimar Ármann, hagfræðingur og sjóðsstjóri hjá GAMMA, um skortsölu og stöðuna á erlendum fjármálamörkuðum.

Fyrst birt: 13.08.2011 11:06 GMT

Ekki er hægt að kenna skortsölu um stöðuna á mörkuðum segir Valdimar Ármann hagfræðingur hjá verðbréfasjóðnum GAMMA.
Þær séu alls ekki óumdeildar en geti þó verið mikilvægar til að fá rétt mat á stöðu markaða.

Skortsala í sinni einföldustu mynd fellst í því að fjárfestir fær hlutabréf að láni, selur þau strax og kaupir svo aftur þegar að verð hefur lækkað. Mismuninn, að frádreginni leigu fyrir bréfin, fær hann í vasann. Ýmsar spurningar hafa vaknað í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og róts á mörkuðum undanfarnar vikur.

Valdimar Ármann segir að hugmyndafræðin á bakvið skortsöluna sé sú að þær auki verðmyndun á markaði og gegnsæi þeirra og þannig geti fjárfestar með ólíkar skoðanir komið þeim á framfæri á markaðinum.

Hafi fjárfestir þá trú að fyrirtæki, gjaldmiðill eða jafnvel þjóðríki séu metin of hátt, veðji hann á að réttara verð, og þá yfirleitt lægra, komi brátt í ljós. Í raun sé ekkert óeðlilegra að veðja á að hlutir lækki í verða en að þeir hækki í verði. Valdimar bendir á að allar tilraunir til að hafa áhrif á verðmyndun, í hvora áttina sem er, sé ólögleg. Hins vegar geti skortsala vissulega haft ákveðin hjarðáhrif.

„Margir telja sérstaklega að þegar að markaðir eru óstöðugir og mjög sveiflukenndir eins og við höfum verið að sjá undanfarnar vikur, þá geti skortsölur aukið og ýkt verðfall á mörkuðum. Ég held að það sé ekki hægt að rekja stöðuna í dag til skortsalna. Kannski er hægt að segja að þær hafi ýtt undir einhverjar sveiflur.“

Fréttina má sjá hér.

Senda grein