Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA janúar 2010

31.12.2010 Vísitölur

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 14.16% á árinu 2010. 

Meðfylgjandi má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok desember, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir janúar.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 14.16% á árinu 2010.  Hækkuðu óverðtryggð bréf töluvert meira en verðtryggð eða um 18,7% skv. GAMMAxi á móti 12,3% hækkun verðtryggðra bréfa skv. GAMMAi. Var hækkun ársins nokkuð jöfn fyrir utan sveiflur á haustmánuðum.

Meðfylgjandi má finna upplýsingar um gengi Skuldabréfavísitalna GAMMA í mánaðarlok desember, ávöxtun síðastliðins mánaðar sem og uppfærðar hlutfallsvigtir fyrir janúar.

Helstu atriði:

  • Heildarvísitalan, GAMMA: GBI, hækkaði um 1% í desember.
  • Hlutfall verðtryggðra bréfa lækkaði í 68,8% og hefur aldrei verið lægra.
  • Líftími vísitölunnar er óbreyttur um 8,8 ár.

Ávöxtun vísitölunnar:

  • Óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,8% á móti 1,1% hækkun verðtryggðra bréfa í desember.
  • Meðaldagsvelta í desember var um 11ma sem er jafnhá meðaldagsveltu ársins 2010.

Vigtir skuldabréfa:

  • Óverulegar breytingar voru á vigtum skuldabréfa fyrir janúar.

Hlutfallsvigtir eru endurstilltar fyrsta viðskiptadag hvers mánaðar miðað við gengi og stærðir skuldabréfaflokka síðasta viðskiptadags síðastliðins mánaðar.

Mánaðaryfirlitið með ítarlegri upplýsingum má finna hér

Senda grein