FréttirNýr starfsmaður GAMMA

26.9.2010 Starfsemi

Lýður Þór Þorgeirsson, MBA og B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði hefur hafið störf hjá GAMMA.

Lýður Þór Þorgeirsson, MBA og B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði hefur hafið störf hjá GAMMA.

Lýður Þorgeirsson hefur starfað við ýmis svið bankareksturs síðasta áratug. Lýður vann hjá skilanefnd Kaupþings sem lánastjóri erlendra lána og við ýmis sérverkefni en starfaði þar áður við fyrirtækjaráðgjöf og innheimtu fyrirtækjalána hjá Kaupþingi og Nýja Kaupþingi. 

Árin 2000-2005 starfaði Lýður hjá Glitni bæði við skuldsetta fjármögnun evrópskra fyrirtækja (leveraged finance) og við áhættustýringu með áherslu á eftirlit með markaðs- og mótaðilaáhættu.

Lýður er með MBA frá MIT Sloan, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og hefur kennt verðmat fyrirtækja.

Lýður verður sjóðsstjóri nýs fagfjárfestasjóðs hjá GAMMA.

Senda grein