Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA júlí 2010

1.7.2010 Vísitölur

GAMMA: GBI hækkaði um 2,12% í júní. Hafa óverðtryggð bréf nú skilað 13,28% ávöxtun á árinu samanborið við 7,83% ávöxtun verðtryggðra bréfa.

Helstu atriði

  • GAMMA: GBI hækkaði um 2,12% í júní.
  • GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 2,29% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 2,04%.
  • Hafa óverðtryggð bréf nú skilað 13,28% ávöxtun á árinu á móti 7,83% ávöxtun verðtryggðra bréfa.
  • RB10 1210 datt úr vísitölunni þar sem það er styttra en 6 mánuðir.
  • Hækkaði hlutfall verðtryggðra bréfa aftur og er nú 72,6%.
  • Líftími vísitölunnar jókst úr 8,36 í 8,95 ár.
  • Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA: GBI lækkaði um 35ma í og er nú 1.218ma.

Ávöxtun vísitölunnar

  • Heildarvísitalan hækkaði um 2,12% í júní og hefur nú hækkað um 9,38% frá áramótum. Ávöxtun óverðtryggðra og verðtryggðra bréfa var tiltölulega jöfn og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,29% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 2,04%.

  • Frá áramótum (6 mánaða ávöxtun) hefur heildarvísitalan GAMMA: GBI hækkað um 9,38% og hafa óverðtryggð bréf hækkað töluvert meira en verðtryggð. GAMMAxi: Óverðtryggt hefur hækkað um 13,28% og GAMMAi: Verðtryggt um 7,83%.

Vigtir skuldabréfa

  • Töluverðar breytingar voru á vigtum nú um mánaðamótin þar sem RB10 1210 er orðið styttra en 6 mánuðir og dettur þar af leiðandi úr vísitölunni.

  • Hlutfall verðtryggðra bréfa í heildarvísitölunni GAMMA: GBI hækkaði um 3,7% og er nú orðið 72,6%

  • Gefnir voru út var út 8,3ma af verðtryggðum bréfum í júní og 8ma af óverðtryggðum bréfum. Einnig var vaxtagreiðsla af RB25 og afborgun af HFF44.

  • Markaðsverðmæti skuldabréfa lækkaði um 35ma og er nú 1.218ma.

  • Meðallíftími vísitölunnar hækkaði úr 8,36 í 8,95 ár.

Senda grein