Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA júní 2010

1.6.2010 Vísitölur

GAMMA: GBI hækkaði um 1,81% í maí. Þriðja mánuðinn í röð betri ávöxtun af óverðtryggðum bréfum.

Helstu atriði

  • GAMMA: GBI hækkaði um 1,81% í maí.
  • Þriðja mánuðinn í röð er betri ávöxtun af óverðtryggðu og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,28% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,60%.
  • Hafa óverðtryggð bréf nú skilað 10,74% ávöxtun á árinu á móti 5,68% ávöxtun verðtryggðra bréfa.
  • Töluverð útgáfa óverðtryggðra bréfa í mánuðinum – 10,5ma í RB11 og 11,1ma í RB19, en einungis 3,6ma útgáfa í verðtryggðu RIKS 21.
  • Hlutfall óverðtryggðra bréfa af heildarstærð skuldabréfamarkaðarins hefur náð sögulegu hámarki í 31%.
  • Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA: GBI jókst um 45ma í og er nú 1.253ma.

Ávöxtun vísitölunnar

  • Heildarvísitalan hækkaði um 1,81% í maí og hefur nú hækkað um 7,11% frá áramótum. Þriðja mánuðinn í röð var betri ávöxtun af óverðtryggðum bréfum og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,28% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,60%. 
  • Heildarvísitalan hækkaði mikið síðustu þrjá daga mánaðarins eða um 1,44% og hækkaði GAMMAi um 1,98% en GAMMAxi einungis um 0,18% á sama tíma.

Vigtir skuldabréfa

  • Í heildarvísitölunni GAMMA: GBI er hlutfall verðtryggðra bréfa nú 69% sem er sögulegt lágmark og er HFF44 komið niður fyrir 30% hlutfallið.
  • Lítið var um útboð verðtryggðra bréfa í maí og voru einungis gefnir út 3,6ma í hinu nýja RIKS 21. Meira var gefið út af óverðtryggðum bréfum eða 10,5ma í RB11 og 11,1ma í RB19, samtals 21,6ma og eykst hlutfall þessara flokka í heildarvísitölunni en hlutfall RB13 lækkar um tæplega 0,5% vegna vaxtagreiðslu.
  • Markaðsverðmæti skuldabréfa jókst um 45ma og er nú 1.253ma.
  • Meðallíftími vísitölunnar lækkaði úr 8,45 í 8,36.
Senda grein