Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA maí 2010

3.5.2010 Vísitölur

Skuldabréfavísitala GAM Management, GAMMA GBI, hækkaði um 2,07% í apríl. 

Helstu atriði

  • GAMMA: GBI hækkaði um 2,07% í apríl.
  • GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 2,25% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,98%.
  • Hafa óverðtryggð bréf nú skilað 8,27% ávöxtun á árinu á móti 4,02% ávöxtun verðtryggðra bréfa.
  • Töluverð útgáfa verðtryggðra bréfa í mánuðinum – 12,9ma í nýju RIKS21 og 7,1ma í HFF, samtals 20ma en einungis 3,5ma útgáfa í óverðtryggðu.
  • Nýtt RIKS21 er 1,09% af heildarvísitölunni, GAMMA: GBI.
  • Hlutfall óverðtryggðra bréfa af heildarstærð skuldabréfamarkaðarins minnkaði lítillega og er nú 29,85%
  • Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA: GBI jókst um 44ma í og er nú 1.207ma.

Ávöxtun vísitölunnar

  • Heildarvísitalan hækkaði um 2,07% í apríl og hefur nú hækkað um 5,21% frá áramótum. Annan mánuðinn í röð var betri ávöxtun af óverðtryggðum bréfum og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,25% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,98%. 
  • Það sem af er árinu hafa óverðtryggð bréf skilað töluvert betri ávöxtun en verðtryggð eða um 8,27% á móti 4,02% ávöxtun verðtryggðra bréfa.

Vigtir skuldabréfa

  • Töluvert var um útboð verðtryggðra bréfa í mánuðinum og var gefið út 20ma verðtryggt en einungis 3,5m í óverðtryggðu þ.e. RB11. Í verðtryggðu var gefið út 1,8ma í HFF24, 2,2ma í HFF34, 3,2ma í HFF44 og 12,9ma í nýju verðtryggðu ríkisbréfi RIKS21.
  • Þrátt fyrir meiri verðtryggða útgáfu, jókst hlutfall verðtryggðra bréfa einungis um 0,12% þar sem afborgun var af HFF34 og lækkaði þ.a.l. vigt hans. Eru verðtryggð bréf nú 70,15% af heildarvísitölunni.
  • Markaðsverðmæti skuldabréfa jókst um 44ma og er nú 1.207ma.
  • Meðallíftími vísitölunnar hefur verið tiltölulega stöðugur í kringum 8,5 ár undanfarna 7 mánuði og er nú 8,45 ár.

 

Senda grein