Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA apríl 2010

5.4.2010 Vísitölur

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA: GBI, hækkaði um 0,74% í mars. Mun meiri ávöxtun var af óverðtryggðum bréfum og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,98% en GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,13%.

Helstu atriði

  • Heildarvísitalan, GAMMA: GBI, hækkaði um 0,74% í mars og hefur nú hækkað um 3,08% á þessu ári.
  • Hlutfall óverðtryggðra bréfa hefur aldrei verið hærra og er nú 29,97% og hækkaði um 1,75% í mars.
  • Mun betri ávöxtun af óverðtryggðum bréfum og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 2,98% en GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,13%.

Ávöxtun vísitölunnar

  • Heildarvísitalan hækkaði um 0,74% í mars og hefur nú hækkað um 3,08% frá áramótum. Slök ávöxtun var af verðtryggðum bréfum og lækkaði GAMMAi: Verðtryggt um 0,13%. Á móti var góð ávöxtun af óverðtryggðum bréfum og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um tæplega 3,0%.
  • Það sem af er þessu ári hefur verið um 3,90% meiri ávöxtun af óverðtryggðum bréfum heldur en óverðtryggðum þ.e. GAMMAxi hefur hækkað um 5,9% en GAMMAi hefur hækkað um 2%.

Vigtir skuldabréfa

  • Enn jókst hlutfall óverðtryggðra bréfa í GAMMA: GBI og hefur nú náð hámarki sínu um 29,97%. Síðast náði hlutfallið hámarkai sínu í 29,85% mánuðinn áður en RB10 0310 datt úr vísitölunni. 
  • Tvö frumútboð voru á ríkisbréfum í mars; samtals var gefið út 3,4ma í RB25, sem er nú stærsti flokkur ríkisbréfa 78ma, og gefið var út 14ma í RB11. Jókst hlutfall RB25 um 0,4% og RB11 um 1,3%. Einnig var útboð hjá Íbúðalánasjóði og var gefið út 3ma í HFF44, 1,4ma í HFF34 og 1,5ma í HFF24; lækkuðu vigtir þessara flokka samt sem áður. Afborgun af HFF14 lækkaði vigt hans um 0,65%.
Senda grein