Fréttir



Verðbólguvæntingar minnka

18.3.2010 Skoðun

Valdimar Ármann, hagfræðingur hjá GAMMA, hrósar Seðlabankanum fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér en telur þó að lækka megi vextina meira í einu.

Í Morgunblaðinu í morgun kom fram að óverðtryggð skuldabréf hafi hækkað talsvert í verði frá áramótum eða um 4,47% skv. GAMMAxi: Óverðtryggt. Verðbólguvæntingar hafa að sama skapi minnkað. 

Valdimar Ármann, hagfræðingur hjá GAMMA, hrósar Seðlabankanum fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér en telur þó að lækka megi vextina meira í einu. Áhugavert væri að vita hvert þeir 14 milljarðar af innstreymi nýrra fjárfestinga hafi farið.  Hafi þeir farið í ríkisskuldabréf er fullt tilefni að spyrja sig hvort bankinn sé að detta í sama farið og áður, með því að halda útlendingum í háum vöxtum til að styrkja gengið.

Verdbolguvaentingar-minnka---Morgunbladid-180310

Senda grein