Fréttir



Endurskipulagning íslensks lánamarkaðar

4.3.2010 Skoðun

Valdimar Ármann fer yfir hugmyndir og hugleiðingar um endurskipulagningu íslensks lánamarkaðar. 

Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins birtist í dag grein eftir Valdimar Ármann með hugmyndir og hugleiðingar um endurskipulagningu íslensks lánamarkaðar. 

Inntak og meginpunktar greinarinnar eru:

  • Tækifæri er til að búa til óverðtryggð fasteignalán.
  • Óverðtryggður lánamarkaður samhliða verðtryggðum mun skerpa stjórntæki Seðlabankans.
  • Upptaka evru er ekki forsenda fyrir því hvernig íslenskur lánamarkaður er hannaður.
  • Gæta ber varúðar þegar erlent vaxtastig er borið saman við innlenda vexti.
  • Áhættudreifing skulda – ekki allar skuldir í sömu körfuna – skoða ber skuldir í samanburði við efnahags og rekstrarreikning.
  • Grundvallarregla erlendra lána ætti að vera sú að fjárfestingin sem lánið fer í skapi gjaldeyri til að borga lánið tilbaka.

Hér má nálgast greinina.

Senda grein