Fréttir



Skuldabréfavísitölur GAMMA í mars 2010

1.3.2010 Vísitölur

GAMMA: GBI hækkaði um 1,37% í febrúar.  Hlutfall óverðtryggðra bréfa hélt áfram að aukast og er nú 28,2% í heildarvísitölunni.

Helstu atriði

  • GAMMA: GBI hækkaði um 1,37% í febrúar.
  • GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 1,96% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,15%.
  • Tvö frumútboð ríkisbréfa, 9,7ma í RB25, sem er nú stærsti flokkur ríkisbréfa 74,4ma, og 13,1ma í RB11.
  • Hlutfall óverðtryggðra bréfa af heildarstærð skuldabréfamarkaðarins hækkaði um 1,15% í 28,2%
  • Heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í GAMMA: GBI jókst um 37ma í og er nú 1.135ma.

 

   GAMMA: GBI    GAMMAi: Verðtryggt  GAMMAxi: Óverðtryggt                                                                            
 1m        1,37%            1,15%            1,96%    
 6m        9,66%            10,69%            6,66%    
 1Y        24,12%            27,39%            14,48%    
 ytd        2,32%            2,12%             2,83%    

Ávöxtun vísitölunnar

Heildarvísitalan hækkaði um 1,37% í febrúar og hefur nú hækkað um 2,32% síðastliðna tvo mánuði þ.e. frá áramótum. 

Töluvert meiri ávöxtun var af óverðtryggðum bréfum í febrúar og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 1,96% en GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,15%, eftir að hafa verið nánast óbreytt fyrstu þrjár vikurnar. Hafa verðtryggð bréf hækkað meira síðustu daga mánaðarins eftir verðbólgumælinguna sem var aðeins hærri en búist var við.

Vigtir skuldabréfa

Í febrúar jókst hlutfall óverðtryggðra bréfa um 1,15% og hafa nú náð 28,2% af heildarvísitölunni.

Tvö frumútboð voru á ríkisbréfum; samtals var gefið út 9,7ma í RB25, sem er nú stærsti flokkur ríkisbréfa 74,4ma, og gefið var út 13,1ma í RB11. Jókst hlutfall RB25 um 0,9% og RB11 um 1,2%. Einnig var útboð hjá Íbúðalánasjóði og var gefið út 2,3ma í HFF44, 1,5ma í HFF34 og 1,1ma í HFF24.

Afborgun af HFF24 lækkaði hlutfall hans um 0,9% og vaxtagreiðsla af RB19 lækkaði hlutfall hans um 0,6%.

Markaðsverðmæti skuldabréfa jókst um 37ma og er nú 1.135ma. 

Senda grein