Fréttir



Skuldabréfavelta aukist í maí

5.5.2009 Vísitölur

Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöll Íslands námu tæpum 103 milljörðum króna í síðasta mánuði sem samsvarar 5,7 milljarða veltu á dag

http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/05/05/skuldabrefavelta_aukist_i_mai/

Viðskipti | mbl.is | 5.5.2009 | 11:15

Skuldabréfavelta aukist í maí

Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöll Íslands námu tæpum 103 milljörðum króna í síðasta mánuði sem samsvarar 5,7 milljarða veltu á dag.  „Velta á markaðnum minnkaði nokkuð í mars og apríl mánuði eftir góða byrjun í janúar og febrúar,“ segir Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAM Management, sem býst við aukinni veltu í maí.

Í marsmánuði nam veltan 8,5 milljörðum á dag.  Mest voru viðskipti með lengstu flokka ríkisbréfa (RIKB 19 0226 15,4 milljarðar og RIKB 13 0517 15,3 milljarðar).

„Með lækkandi stýrivöxtum og versnandi innlánskjörum í bankakerfinu má búast við að velta aukist aftur og virðist það vera raunin nú í byrjun maí,“ segir Gísli.

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 51,4 milljörðum en viðskipti með íbúðarbréf námu 44 milljörðum.  Heildarmarkaðsvirði skráðra skuldabréfa nam tæpum 1.693 milljörðum og hækkaði um 0,2% milli mánaða.

Í apríl mánuði var MP Banki með mestu hlutdeildina á skuldabréfamarkaðnum eða 34% (25,9% á árinu), Íslandsbanki með 30,4% (22,7% á árinu) og NBI með 13,3% (12,8% á árinu)

 

Senda grein