Bloomberg fréttaveitan birtir vísitölur GAMMA
Frétt á visir.is
Bloomberg hefur ákveðið að birta skuldabréfavísitölur GAMMA. Þessar vísitölur hafa hingað til verið birtar á visir.is í lok viðskiptadags.
„Við teljum það mjög jákvætt að Bloomberg hafi áhuga á því að birta skuldabréfavísitölur fyrir íslensk ríkisskuldabréf og sýnir að ekki er búið að afskrifa Ísland af heimskortinu," segir Valdimar Ármann hjá GAMMA.
„Langflestir erlendir bankar og fjárfestar nota Bloomberg í starfi sínu og eru vísitölurnar kærkomin viðbót þar til að hægt sé að bera saman skuldabréfamarkaði heims."