Fréttir



Ný þjónusta: Dagleg skuldabréfavísitala

Frétt á www.visir.is

2.11.2009 Starfsemi Vísitölur

Meðfylgjandi frétt birtist á visir.is ,,Frá og með deginum í dag mun visir.is birta daglega skuldabréfavísitölu dagsins. Vísitalan er unnin af GAM Management hf. (GAMMA) sem er óháð og sérhæft ráðgjafar- og sjóðastýringarfyrirtæki með starfsleyfi frá FME og heimild til fjárfestingarráðgjafar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki."

 

http://www.visir.is/article/20091102/VIDSKIPTI06/904758481/1009

Ný þjónusta: Dagleg skuldabréfavísitala

Frá og með deginum í dag mun visir.is birta daglega skuldabréfavísitölu dagsins. Vísitalan er unnin af GAM Management hf. (GAMMA) sem er óháð og sérhæft ráðgjafar- og sjóðastýringarfyrirtæki með starfsleyfi frá FME og heimild til fjárfestingarráðgjafar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Eftir bankahrunið s.l. haust hrundi hlutabréfamarkaðurinn hérlendis og viðskipti á verðbréfamarkaðinum fóru að stórum hluta yfir í skuldabréf en veltan með þau nemur nú 8 til 22 milljörðun kr. á dag.

Skuldabréfavísitalan frá GAMMA byggist á viðskiptum og veltu ríkisbréfa, íbúðabréfa og spariskírteina að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Hún hefur nafnið GAMMA: Goverment Bond Index og mun kallast GBI vísitalan hér í viðskiptafréttunum. GBI vísitalan verður birt á visir.is í lok viðskipta á hverjum degi eins og úrvalsvísitala kauphallarinna (OMX16).

Miðað er við lokagengi hvers dags eins og það er birt í kauphöllinni fyrir ríkisbréf, íbúðabréf og spariskírteini sem eru með viðskiptavakt í kauphöllinni. Samsetning vísitölunnar verður endurstillt fyrsta viðskiptadag hvers mánaðar til að taka mið af breytingum á markaðinum, það er bréf sem falla út og ný bréf sem koma inn.

GAMMA segir að tilgangurinn með því að setja fram GBI vísitöluna sé að hingað til hafi engar vísitölur verið birtar um skuldabréfamarkaðinn sem auðvelt er að nálgast opinberlega. Af þeim sökum hafi verið erfitt að fylgjast með ávöxtun markaðarins.

„Það hefur því verið illmögulegt að meta árangur skuldabréfa í samanburði við aðrar ávöxtunarleiðir svo sem innlána hlutabréfa, gjaldeyris og hrávara," segir Valdimar Ármann hagfræðingur hjá GAMMA.

„Að sama skapi er ekki til opinber mælikvarði til að meta frammistöðu skuldabréfasjóða sem standa fjárfestum til boða á markaðinum. Því er erfitt að meta hvort virk stýring sjóðanna sé að skila umframávöxtun sem standi undir þóknun sjóðanna."

Valdimar segir ennfremur að á gagnsæjum og skilvirkum markaði sé nauðsynlegt að auðvelt sé að vita hver ávöxtun heildarmarkaðarins er svo að samanburður sé fljótlegur og gagnlegur. Þessu er GBI vísitölunni ætlað að bæta úr.

Senda grein