Fréttir



GAMMA hefur birtingu Skuldabréfavísitalna GAMMA

Tilkynning

2.11.2009 Starfsemi Vísitölur

GAMMA mun frá og með deginum í dag birta opinberlega Skuldabréfavísitölur GAMMA sem við reiknum daglega.  Vísitölurnar sýna heildarávöxtun útgefinna íbúðabréfa, ríkisbréfa og spariskírteina, hlutfallsvigtað miðað við markaðsverðmæti hvers bréfs í hlutfalli af heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni. Um er að ræða stórt skref í því að bæta aðgengi og upplýsingajöf fyrir almennra fjárfesta að íslenskum skuldabréfamarkaði.

  

GAMMA mun frá og með deginum í dag birta opinberlega Skuldabréfavísitölur GAMMA sem við reiknum daglega.  Vísitölurnar sýna heildarávöxtun útgefinna íbúðabréfa, ríkisbréfa og spariskírteina, hlutfallsvigtað miðað við markaðsverðmæti hvers bréfs í hlutfalli af heildarmarkaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni. Skilyrði fyrir inntöku í vísitöluna er að viðskiptavakt sé á bréfinu í NASDAQ OMX Nordic Exchange og meira en 6 mánuðir séu í lokadag. Notast er við lokagengi skuldabréfa á hverjum viðskiptadegi eins og það er birt í NASDAQ OMX Nordic Exchange. Heildarávöxtun þýðir að vaxtagreiðslur og afborganir eru í raun endurfjárfestar aftur í vísitölunni. Þrjár vísitölur eru reiknaðar: „GAMMA: Government Bond Index“ fyrir öll bréf, „GAMMAi: Verðtryggt“ fyrir verðtryggð bréf og „GAMMAxi: Óverðtryggt“ fyrir óverðtryggð bréf. Nánari upplýsingar má finna í GAMMA: Government Bond Index – aðferðafræði.

 

Vísitölurnar verða birtar daglega í helstu fjölmiðlum landsins og mun auka skilning leikmanna á skuldabréfamarkaðnum til muna. Á gagnsæjum og skilvirkum markaði er nauðsynlegt að vita ávöxtun heildarmarkaðar svo allur samanburður sé fljótlegur og gagnlegur.

 

Við munum einnig senda um hver mánaðamót stutt yfirlit (samanber meðfylgjandi fyrir nóvember) með upplýsingum um samsetningu vísitölunnar, þar sem hlutfallsvigtir eru endurstilltar fyrsta viðskiptadag hvers mánaðar, ásamt gengi síðastliðins mánaðar.

Áhugasamir geta sent email á gammaindex@gamma.is til að fá vísitölurnar sendar daglega í tölvupósti

Senda grein