Nýr Verðbréfasjóður - Vísitölusjóður GAMMA
GAM Management hf hefur hafið rekstur á öðrum verðbréfasjóði fyrir almenna fjárfesta, GAMMA: Government Bond Index Fund.
GAM Management hf hefur hafið rekstur á öðrum verðbréfasjóði fyrir almenna fjárfesta, GAMMA: Government Bond Index Fund (Vísitölusjóður GAMMA)
Um er að ræða skuldabréfa-vísitölusjóð sem fylgir GAMMA: GBI skuldabréfavísitölunni (GAMMA: GBI er hlutfallsvigtuð vísitala heildarmarkaðsvirðis ríkisbréfa og íbúðabréfa).
Vísitölusjóður GAMMA er fyrsti skuldabréfa-vísitölusjóðurinn sem starfræktur er á Íslandi.
Helstu kostir Vísitölusjóðs GAMMA:
- fyrirfram þekkt fjárfestingarstefna
- hlutlaus stýring
- ótakmörkuð stærð sjóðs
- rafrænt skráður
- lág umsýsluþóknun eða 0,45%
- enginn munur á kaup- og sölugengi
- engin kaupþóknun
Sjóðurinn hentar sérlega vel fyrir lengri tíma sparnað þar sem líftími vísitölunnar er langur (eða á bilinu 8-9 ár) og umsýsluþóknun sjóðsins er lág.