Fréttir



  • AR-170209065
    Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA

Morgunblaðið: Ósammála Seðlabankanum um áhrif bindiskyldu á vaxtastig

16.3.2018 Skoðun

Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, er ósammála Má Guðmundssyni seðlabankastjóra um hver áhrif svokallaðrar „sérstakrar bindiskyldu á innflæði erlendis fjármagns“ séu á vaxtastig í landinu.

Screen-Shot-2018-03-15-at-14.31.24

Agnar Tómas gagnrýnir bindiskylduna þar sem hún hamli verulega fjármögnun íslenskra fyrirtækja í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Már sagði hins vegar í yfirlýsingu þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt í gær að gagnrýnin hefði annars vegar verið sú að bindiskyldan stuðlaði að hærri vöxtum og hins vegar í ljósi slaknandi spennu væri fremur ástæða til að örva erlenda fjárfestingu en hitt. 

Agnar segir að það sé rétt að bindiskyldan stuðli að hærri vöxtum því hún leiði til minna framboðs af lánsfé. „Það er í auknum mæli verið að ýta íslenskum fyrirtækjum í erlenda fjármögnun sem býr til meiri áhættu fyrir hagkerfið þegar fram í sækir. Nú er rétti tíminn fyrir íslensk fyrirtæki að nýta sér góða stöðu hagkerfisins og fjármagna sig á föstum vöxtum til lengri tíma í krónum, nú þegar grunnvextir á skuldabréfamarkaði eru lægri en þeir hafa áður verið. Innflæðishöftin hindra það hins vegar verulega,“ segir hann í samtali við ViðskiptaMoggann.

Már sagði í yfirlýsingunni að það væri beinlínis markmið bindiskyldunnar að beina aðhaldi peningastefnunnar í ríkari mæli í vaxtafarveginn fremur en gengisfarveginn því það myndi leiða til styrkingar krónu sem fylgdi aukin áhætta og álag á útflutningsatvinnuvegi. 

Agnar segir að Seðlabankinn hafi ofspáð verðbólgu undanfarin ár. „Hefði Seðlabankinn haft vaxtastig í samræmi við það væru innflæðishöft ekki til staðar. Án bindiskyldu hefði krónan fyrr náð því jafnvægi sem hún virðist vera í í dag, vextir lækkað og eignaverð aðlagast. Á sama tíma hefði það ýtt á meira útflæði innlendra fjárfesta. Seðlabankinn virðist horfa á áhrif erlendra fjárfestinga inn í landið án samhengis við aðra þætti sem spila þar inn í.“

Senda grein